Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu vefs

Noregsferð

Þátttakendur
Þengill Oddsson, formaður stjórnar, Gunnar Þorláksson, framkvæmdastjóri, Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Kristbjörg Richter, deildarstjóri á vinnustofum

Á fyrsta degi fórum við til fundar við fulltrúa í atvinnu og félagsmálaráðuneytinu þar sem við fengum góðan fyrirlestur um tilurð laga um málefni fatlaðra og framfylgni þeirra á síðustu árum.

Við fengum eintök af “Stortingsmelding nr.40” þar sem fram koma markmið og stefna þeirra í málefnum fatlaðra unnin 2002 og 2003, og einnig stefnumið þeirra í aðgengi fyrir alla dags. í nóvember 2004.

Í búsetumálum fatlaðra er stefnt að því að allir geti búið einir og uppbygging við það miðuð.  Fram kom einnig að ekki gengi það eins hratt og menn vildu, auk þess sem ljóst væri að það hentaði ekki öllum.

Þann 25. september fórum við til Røyken og skoðuðum þar vinnustað fyrir fólk með fötlun sem heitir ROPRO. Þarna var áður rekin stofnun en nú er þar einkarekin dagþjónusta í nokkrum húsum. Á móti okkur tók Sissel Lindstrøm sem er forstöðumaður starfseminnar.

 Tekið niður pantanir

Pökkun á hrásykri

Þessi unga kona er að taka niður pantanir á frosnum matvælum til aldraðra

Unnið að pökkun á hrásykri fyrir Helios.


Hjá ROPRO fer fram samsetning á skíðabindingum, pökkun á heilsufæði, sælgæti og ýmsum byggingarvörum. Einnig sjá starfsmenn um að taka á móti pöntunum og skipuleggja heimsendingu á frosnum matvælum til aldraðra í bæjarfélaginu.  Auk þess eru á vinnustaðnum fjórir einstaklingar með mikla fötlun og eru þeir aðallega í ADL þjálfun. Þarna virtist ríkja góður andi og tekið á móti okkur með kostum.  

Frá ROPRO fórum við og skoðuðum búsetu í fylgd Sissel. Þar búa tólf einstaklingar í rúmgóðum 60 fermetra einstaklingsíbúðum ásamt tveim sameiginlegum rýmum. Þar var bæði dagstofa og eldhús en reynt er að láta íbúa elda hvert í sinni íbúð. Fengum við að skoða tvær íbúðir, í annarri bjó karlmaður en í hinni kona. Var þar mikill munur á stíl. Þessar íbúðir voru teknar í notkun árið 2003.

íbúðir Með Birgit
Sameiginlegt rými Með Birgit Aakre

Klukkan tvö vorum við mætt til Ullern til að skoða búsetu og skammtímavistun fyrir mikið fatlaða. Þar tók á móti okkur Birgit Aakre forstöðumaður afskaplega ljúf og yndisleg kona. Í samtali við hana komumst við að raun um að hlutirnir eru ekki alltaf eins og stendur í reglugerðum. Þessi búseta tók til starfa 1997 en áður var þetta einbýlishús í einkaeigu. Þar eru þrír í fastri búsetu en pláss fyrir fjóra í skammtímavistun. Herbergin þar voru ekki sérlega stór og engar snyrtingar inn af þeim enda hafði Birgit orð á þvi að þetta væri stofnun.

Föstudaginn 26. september heimsóttum við Emma Hjorth sem áður var stærsta stofnun í Noregi. Hana er nú búið að leysa upp en enn búa þar þrjátíu einstaklingar. Þar eru nú margs konar starfssemi, dagvistunarúrræði fyrir fullorðna og börn, s.s. leikskóli, vinnustaður, íþróttamiðstöð og kaffistofa.

Við komum til að sjá Emma´s Sansehus sem er eins konar þjálfunarmiðstöð fyrir sveitarfélagið. Starfsmenn mæta þar með skjólstæðinga sína í þjálfun þar sem þeir eiga fyrirfram pantaðan tíma en enginn starfsmaður er fyrir utan forstöðumann. Einnig getur almenningur leigt aðstöðuna, t.d. fyrir barnaafmæli. Þarna var nú margt sem gladdi okkar augu og bersýnilega engu til sparað í tækjakaupum. Húsakynnin skiptust í herbergi, hvert með sinn lit og þema og byggðist þetta mest upp á skynörvun.

Ein afslöppuð

Hvítt herbergi

Ein afslöppuð

Hvítt herbergi, sjónræn örvun, tónlist og slökun

 

Blátt herbergi

 

Litakassi

Blátt herbergi - líkamsvitund, samhæfing og hreyfing.

Þegar stigið er á lit á dýnunni kviknar á ljósi í sama lit í kassanum fyrir ofan.

 

Rautt herbergi

 

Freyðibaðspottur

Rautt herbergi – slökun og hvíld

Freyðibaðspottur

 Á meðan við vorum að skoða Sansehuset komumst við að því á Emma Arbeidscenter starfar Íslendingur sem hefur umsjón með trésmíðaverkstæðinu. Hann tók að sér að sína okkur starfsemina þar sem auk smíðaverkstæðisins er leirverkstæði, vefnaður og textíl-vinna sem seld í versluninni Gråstue í bænum. Á trésmíðaverkstæðinu fer fram smíði á umferðarbúkkum, skotskífu-römmum fyrir her og lögreglu og niðursögun á eldivið. Virkaði þessi smíðavinna frekar einhæf á okkur.

Að lokum skoðuðum við Emma´s Museum og þaðan fór ekkert okkar út ósnortið.

Á heimleiðinni var stoppað í versluninni Gråstue sem er einstaklega falleg. Þar eru eru seldar vörur frá þremur vinnustöðum fatlaðra. 

Spennitreyja

Grastue

Frá Emma´s Museum

Verslunin í Gråstue sem selur, m.a. vörur frá Emma´s Arbeidscenter

Hægt er að lesa meira um Emma Hjorth á http://www.emmagjestehus.no


Toppmynd


Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré