Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu vefs

Saga Skálatúns

Árið 1953 keypti Stórstúka Íslands jörðina Skálatún í Mosfellssveit.  Það gerði Stórstúkan fyrir hönd Ungdæmisstúku nr. 1, undir forystu Jóns Gunnlaugssonar stjórnarráðsfulltrúa.  Kaupverðið var 248.500,-.

Ţað var svo 30. janúar árið 1954 sem þrjú fyrstu börnin fluttu á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá.  Ætlunin var að þar myndu búa sautján börn og unglingar.  Fyrsta forstöðukona heimilisins var Auður Hannesdóttir.

Fyrstu sex ár Skálatúns var aðeins eitt íbúðarhús á lóðinni þar sem  bjuggu saman  heimilismenn, alls 23, ásamt flestum starfsmönnum heimilisins. Í einu svefnherbergjanna sváfu t.d. átta manneskjur. Vegna þrengslanna var tekið á leigu hús skammt frá fyrir starfsmennina, það var  svonefnt Lágafellshús.

  

Unnur og Rannveig
Saga Skálatúns   

Fram til ársins 1982 var búrekstur á Skálatúni en þá var hann lagður niður og húsakostur nýttur til annarrar starfssemi, þetta  á t.d. við um Hamrahlíðina. Á þessum árum fékk Skálatúnsheimilið styrk frá ríkinu auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki  hlúðu að heimilinu.

Styrktarfélag vangefinna var stofnað áríð 1958 og tveimur árum síðar gerðist það eignar- og rekstraraðili að heimilinu, en Skálatún var þó áfram sjálfseignarstofnun.

Frá þessum tíma og til dagsins í dag hefur átt sér stað gríðarmikil uppbygging á lóð heimilisins, þar hafa verið reistar margar nýjar byggingar sem  hýsa sambýli heimilismanna. Á heimilinu búa 39 einstaklingar en flestir urðu heimilismenn 58 talsins árið 1981.

Í dag eru á lóð heimilisins sex sambýli, dagþjónusta í Úthlíð, sundlaug, vinnustofur,  og skrifstofur. Markhópur heimilisins er mjög breiður, allt fá fjölfötluðum einstaklingum með mikla þjónustuþörf til getumeiri og  meira sjálfbjarga  einstaklinga.


Toppmynd


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré